Um okkur
Um Kjálkaskurðlækna
Stofan hefur verið starfrækt frá 1994.
Á stofunni starfa Guðmundur Ásgeir Björnsson munn & kjálkaskurðlæknir og Olga Hrönn Jónsdóttir munn & kjálkaskurðlæknir
Þeim til aðstoðar starfa á stofunni tanntæknir, hjúkrunarfræðingar og geislafræðingur.
Stofan hefur starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar.
Helstu aðgerðir
Á stofunni eru framkvæmdar allar helstu aðgerðir sem viðkoma munnholi og kjálkum svo sem endajaxlatökur, ísetning tannplanta og kjálkatilfærslur svo fátt eitt sé nefnt.
Flestar aðgerðir eru framkvæmdar í staðdeyfingu en einnig er boðið upp á slakandi lyf og jafnvel svæfingu. Svæfingarlæknir stofunnar er Jón Bragi Bergmann og með honum er svæfingar hjúkrunarfræðingar.
Tækjabúnaður
Stofan er búin einu fullkomnasta röntgentæki frá Sirona sem bæði myndar venjulegar röntgenmyndir og þrívíddar röntgenmyndir (CBCT). Við erum í samstarfi við Ingibjörgu Söru Benediktsdóttur tannlækni og sérfræðing í myndgreiningu munns & kjálka sem les úr myndum þegar á þarf að halda.
Starfsfólk
Guðmundur Ásgeir Björnsson
Munn & Kjálkaskurðlæknir
Guðmundur Ásgeir útskrifaðist sem tannlæknir frá Háskóla íslands 1988.
Hann lauk sérfræðinámi í munn & kjálkaskurðlækningum frá Háskólanum í Osló 1994, sama ár hóf hann rekstur stofunnar.
Guðmundur hefur gegnt stöðu sérfræðings við Landsspítalann síðan 1998, hlutastöðu prófessors við Háskólann í Osló síðan 2016.
Hann er meðlimur í norsku, íslensku og alþjóðlegum samtökum kjálkaskurðlækna ásamt því að vera stjórnarmeðlimur í norrænum samtökum kjálkaskurðlækna.
Olga Hrönn Jónsdóttir
Munn & Kjálkaskurðlæknir
Olga Hrönn útskrifaðist sem tannlæknir frá Háskóla Íslands 2012.
Hún lauk sérfræðinámi í munn og kjálkaskurðlækningum frá Háskólanum í Osló 2021.
Olga Hrönn hefur starfað við sérgreinina samhliða sérfræðináminu í Oslo, Drammen og Lillestrøm.
Einnig hefur hún starfað á stofunni í Álftamýri frá 2018.
Hún er meðlimur í íslensku, norsku, norrænu, evrópsku og alþjóðlegu samtökum kjálkaskurðlækna.