Almennar leiðbeiningar
Verkjalyf skal taka samkvæmt leiðbeiningum á lyfseðli.
Yfirleitt er heppilegast að taka verkjalyfin reglulega yfir daginn, á 6-8 klst fresti.
Ekki er æskilegt að bíða eftir því að verkir verið slæmir áður en lyfin eru tekin.
Auðveldara er að fyrirbyggja verki en ná stjórn á þeim ef þeir verða mjög sárir/slæmir.
Smám saman er síðan dregið úr töku lyfjanna með því að minnka skammta eða taka lyfin sjaldnar.
Aukaverkanir eru mismunandi eftir lyfjum.
Tvær algengar aukaverkanir eru hægðartregða og ýmiskonar magaóþægindi. Ekki er víst að allir finni fyrir þessum einkennum.
Hægðatregða: Vinna má gegn hægðatregðu með því að drekka glas af sveskjusafa að morgni, borða gróft brauð, grænmeti og þurrkaða ávexti. Einnig er gott að kaupa trefjahylki eða duft í apóteki.
Nauðsynlegt er að drekka um 1,5 ltr af vökva á dag til að trefjarnar virki. Hægt er að kaupa hægðarlyf án lyfseðils í apóteki.
Magaóþægindi: Æskilegt er að taka lyfin með glasi af vatni eða máltíð. Fólk með magabólgur eða sögu um magasár ætti að taka lyf sem hemja magasýrur samhliða töku bólgueyðandi verkjalyfja.
- Ekki er mælt með að stunda neinskonar hreyfingu sem hækkar púls fyrstu 2-3 daga eftir endajaxla töku / implanata aðgerð
- Flestir fara til vinnu eða í skóla daginn eftir en það eru þó undantekningar á því.
- Bólga er fyrstu tvo dagana að myndast og fer síðan hjaðnandi.
- Verkir í skurðsvæði sem smátt og smátt dregur úr, ættu að jafna sig á ca. 1 viku. Fyrsta vikan eftir aðgerð reynist flestum erfiðust.
- Þreyta fyrstu dagana eftir svæfingu/aðgerð er eðlileg.
- Mikilvægt er að bursta tennurnar eftir hverja máltíð með mjúkum tannbursta, einnig getur verið gott að eiga bursta með mjög litlum haus sem kemst betur að meðan bólgan er til staðar.
- Hiti fer yfir 38,5 °C
- Viðvarandi óljós verkur í eða kringum skurðsvæði sem minnkar ekki við verkjalyf.
- Viðvarandi blæðing eða vessi úr skurðsári.
- Mikill roði eða gröftur kringum skurðsvæði.
- Aukin bólga á aðgerðarsvæði.
- Ef teygjurnar losna.
- Stöðug ógleði eða uppköst með lélegri vökvainntöku.
Sérstakar leiðbeiningar
Aðgerðir á kjálkum eru gerðar þegar hefðbundnar tannréttingar ná ekki að rétta tennur í normal bit.
Venjan er sú að búið sé að rétta tannbogana fyrir þessar aðgerðir og setja stífan boga í tannréttingartækin og króka á hnappana til að hjálpa til í aðgerðinni.
Aðgerðirnar eru ýmist gerðar á efri kjálka, neðri kjálka eða á báðum kjálkum, eftir því hvar of- eða vanvöxturinn hefur verið í kjálkabeinum.
Beinbrotin eru fest saman með titanskrúfum eða plötum, en kjálkar eru ekki víraðir saman nema í undantekningartilfellum en hins vegar eru hafðar teygjur til stuðnings eftir aðgerðirnar.
Ef tannrétting hefur gengið erfiðlega þarf að vera plastskinna sem er fest á efri tennur til þess að fá stöðugra bit eftir aðgerðina. Þessi skinna er höfð í 4-6 vikur.
Í 4 vikur eru sjúklingar á fljótandi fæði og flestir geta byrjað að tyggja varlega eftir þann tíma. Hins vegar má gera ráð fyrir 2-3 vikum í að venjast nýju biti og fá aukinn kraft í tyggingu. Einnig finnst sjúklingum það oft vera með bjúg í andliti mun lengur eftir efri kjálka aðgerðir.
Eftir aðgerð eru sjúklingar í reglulegu eftirliti hjá kjálkaskurðlækninum í 4-6 vikur. Þegar því tímabili lýkur fer sjúklingurinn aftur til tannréttingalæknis til að ljúka tannréttingum. Ekki er óalgengt að það taki 6-8 mánuði.
Fylgikvillar kjálkaaðgerðar geta verið blæðing og sýking, en þessar aukaverkanir eru sjaldgæfar og oftast auðleyst vandamál. Við neðri kjálka aðgerðir er töluverð hætta á doðatilfinningu í neðri vör og höku.
Áhættan á að þessi aukaverkun geti orðið varanleg að einhverju leiti er því meiri sem einstaklingurinn er eldri, þ.e.a.s. eftir 22 ára aldur er aukin áhætta á þessari aukaverkun.
Með röntgenmyndum (CT) er hægt að staðfesta legu tilfinningar taugarinnar í neðri kjálkanum og með nokkuð ábyggilegum hætti hægt að segja til um hversu mikil sú áhætta er.
Ef áhættan er talin veruleg getur maður valið að gera aðgerðina, ef um lengingu á neðri kjálka er að ræða, með svokallaðri distraction, þar sem kjálkinn er lengdur hægt og minni líkur á varanlegum taugaskaða. Þá þarf hinsvegar að gera aðra minni aðgerð til að fjarlægja lengingartækin.
Við efri kjálka aðgerðir er oft dofi í nefi, kinn og efri vör fyrst eftir aðgerð en undantekningalítið kemur tilfinning til baka í þetta svæði. Hins vegar getur verið varanlegur doði í góm fyrir innan efri kjálka tennurnar.
Mikilvægt er að taka ekki bólgueyðandi lyf (íbúfen, voltaren) og lýsi 10 dögum fyrir aðgerð.
Karlmenn skulu raka skegg daginn fyrir aðgerð.
Aðstandandi þarf að vera til taks og sitja með sjúklingi inni á vöknun eftir aðgerð.
Ýmsar hagnýtar upplýsingar er að finna á heimasíðu okkar kjalkaskurdlaeknar.is
Ef frekari upplýsinga er óskað þá hafið samband við Guðmund Ásgeir Björnsson.
ið slæmir áður en lyfin eru tekin.
Auðveldara er að fyrirbyggja verki en ná stjórn á þeim ef þeir verða mjög sárir/slæmir.
Smám saman er síðan dregið úr töku lyfjanna með því að minnka skammta eða taka lyfin sjaldnar.
Ígræðsla títaníum málms í kjálka til að festa tannkrónur á, með þeim hætti sem gert er í dag hófst 1965 Það er því allt að 56 ára reynsla af slíkum aðgerðum. Árangur aðgerðanna fer eftir magni og gæðum beins í kjálkum. Hann getur verið 93% til 99% á tíu ára tímabili.
Aðgerðin er oft tvíþætt. Fyrst er aðgerð sem miðar að því að koma ígræðinu í kjálkabeinið.
Ígræðið er í raun skrúfa úr hreinum titanium málmi sem kemur í stað tannrótar í kjálkabeinið. Aðgerðin er gerð í staðdeyfingu og á því að vera sársaukalaus. Ef kvíði er fyrir aðgerð er hægt að bjóða upp á kvíðastillandi lyf með töflu eða sprautu. Ef aðgerðin spannar yfir stórt svæði og tekur langan tíma er hún gerð í svæfingu. Aðgerðinni líkur svo með að saumað er yfir sárið, saumar eru síðan fjarlægðir 7-10 dögum síðar.
Gefin eru sýklalyf í 5-10 daga og verkjalyf eftir þörfum. Eftir að saumar hafa verið fjarlægðir eiga einkenni frá svæðinu að mestu að vera horfin. Enn getur mar þó verið að hverfa 10-14 dögum eftir aðgerð.
Ef viðkomandi hefur lausar tennur geta þær ekki hvílt á aðgerðarsvæði fyrr en eftir að bólga hefur hjaðnað.
Þar sem bein er vefur sem grær hægt, verður ígræðið að hvíla í beininu 2-4 mánuði. Græðslutími fer eftir magni og gæðum beinsins sem ígræðið er sett í. Flestir kannast við beinbrot sem eru gifsuð í 4-6 vikur.
Að loknum græðslutíma er gerð önnur aðgerð á slímhúð eða tannholdi sem miðar að því að gera svæðið aðgengilegt fyrir þann tannlækni sem hefur umsjón með krónu eða brúarsmíði. Jafnframt er tannhold mótað að væntanlegum hálsi tannarinnar. Tannholdið þarf að gróa í 4-8 vikur áður en hægt er að taka mát fyrir tannsmíði.
Seinni aðgerðinni er oft hægt að sleppa, en þá er ígræðið sett í með svokölluðum græðslukraga og er sýnilegt í munni allan græðslutímann.
Heildarmeðferð getur því spannað yfir 2-8 mánuði, með hléum. Rannsóknir hafa sýnt að ef hún er vel heppnuð gerir fólk ekki greinarmun á tönnum festum á ígræði og eigin tönnum.
Ef einhverjar spurningar vakna hafið þá samband við okkur.
A. Haldið kyrru fyrir fyrstu tíma eftir aðgerð, forðist líkamlega áreynslu og reykingar svo lengi sem blæðir frá sárinu
B. Ekki drekka, borða eða skola munn fyrstu tvo til þrjá tíma eftir aðgerð. Óhætt er að taka inn verkjatöflur með vatni á þeim tíma
C. Ef blæðir frá sárinu, ekki skola munn, heldur leggið hreina grisju eða klút yfir sárið, 20 mínútur í senn og hafið hátt undir höfði. Munnvatn getur verið blóðlitað nokkra daga eftir aðgerð
D. Þegar deyfingin fer úr má búast við töluverðum verk. Hann er verstur 6-8 tíma eftir aðgerð. Takið verkjalyf eftir þörfum t.d. ibufen eða paracetamól, þau virka vel á verki eftir aðgerðir hjá flestum einstaklingum.
Athugið að verkjalyf geta haft aukaverkanir algengast er ógleði og svimi sem getur valdið uppköstum, ef slíkt gerist verður að breyta um lyf
E. Bólgan kemur fyrstu tvo dagana eftir aðgerð og fer síðan hjaðnandi. Ef bólgan er mikil er æskilegt að neyta eingöngu fljótandi fæðu þar til hún hefur hjaðnað. Erfitt getur verið að opna munn og ekki er óalgengt að líkamshiti hækki
F. Æskilegt er að skola munn með munnskoli sem inniheldur klorhexidín eins og Tannskol, Corsodyl, Paroex eða Flux Pro tvisvar á dag þar til saumar hafa verið fjarlægðir
G. Ef einhverjar spurningar vakna, hafið þá samband við okkur í síma 588 6650.
A. Haldið kyrru fyrir fyrstu tíma eftir aðgerð, forðist líkamlega áreynslu og reykingar svo lengi sem blæðir frá sárinu.
B. Ekki drekka, borða eða skola munn fyrstu tvo til þrjá tíma eftir aðgerð. Óhætt er að taka inn verkjatöflur með vatni á þeim tíma.
C. Bítið á grisjuna í 30 mínútur. Ef blæðir frá sárinu, ekki skola munn, heldur leggið hreina grisju eða klút yfir sárið og bítið saman, 30 mínútur í senn og hafið hátt undir höfði. Munnvatn getur verið blóðlitað nokkra daga eftir aðgerð.
D. Þegar deyfingin fer úr má búast við töluverðum verk. Hann er verstur 6-8 tíma eftir aðgerð. Takið verkjalyf eftir þörfum t.d. ibufen eða paracetamól, þau virka vel á verki eftir aðgerðir hjá flestum einstaklingum.
Athugið að verkjalyf geta haft aukaverkanir, algengast er ógleði og svimi sem getur valdið uppköstum, ef slíkt gerist verður að breyta um lyf.
E. Bólgan kemur fyrstu tvo dagana eftir aðgerð og fer síðan hjaðnandi. Ef bólgan er mikil er æskilegt að neyta eingöngu fljótandi fæðu þar til hún hefur hjaðnað. Erfitt getur verið að opna munn og ekki er óalgengt að líkamshiti hækki.
F. Æskilegt er að skola munn með munnskoli sem inniheldur klorhexidín eins og Tannskol, Corsodyl, Paroex eða Flux Pro, tvisvar á dag í viku eða þar til saumar hafa verið fjarlægðir.
G. Í einstaka tilfellum getur komið verkur aftur í sárið á þriðja degi frá aðgerð, er það vegna þess að blóðstorka hefur ekki myndast í sárinu. Helstu einkenni þess eru verkir sem leiða fram kjálkann og upp í eyra sem geta valdið svefntruflunum. Þetta fellur ekki undir sýkingu heldur staðbundna ertingu sem þarfnast meðhöndlunar hjá okkur.
H. Einnig geta matarleyfar komist ofan í sárið og þarf þá að skola sárið og fá skolsprautu hjá okkur. Ekki má byrja að skola fyrr en á 4-5 degi eftir aðgerð.
I. Ekki nota sogrör til að taka inn næringu.
J. Ef einhverjar spurningar vakna, hafið þá samband við okkur í síma 588-6650.
- Take it easy for the first few hours after an operation. Avoid physical activity and smoking for as long as the wound bleeds..
- Do NOT drink, eat or rinse your mouth for the first two – to three hours after surgery.
It is ok to take pain relievers with a little water. - Bite down on the cotton ball for 30 minutes. Do not rinse your mouth if the wound is still bleeding, instead place a new cotton ball over the wound and bite down on it. Keep your head high. Saliva may have traces of blood for a few days following surgery.
- Once the local anaesthetic wears off you can expect considerable pain.
The worst will be over 6-8 hours after surgery.
Take pain relievers as needed, ibuprofen and paracetamol work well for most patients.
Take note that pain relievers may cause some side effects.
Most commonly nausea and dizzyness. If this occurs you will need to use a different pain reliever. - The swelling will build up over the first two days after surgery and then start to go down.
If the swelling is substantial you will need to stick to a fluid only diet until it subsides.
It may be hard to open wide and it is common for body temperature to get higher. - It is recommended to rinse your mouth twice a day (or until sutures have been removed) with a mouthwash that contains klorhexidin, for example:
Mouthwash, Corsodyl, Paroex or Flux Pro .
- In a few cases pain may come back on the third day after surgery. That happens when a blood clot has not formed in the wound. The most common symptoms is pain leading througt to the front of the jaw and up towards your ear, a kind of pain that wakes you up at night. This is not an infection but a local irritation that needs treatment by us.
- Also you may experience food going in to the wound an will need to flush the wound. You can get a syringe from us. You may not begin using it until 4-5 days after surgery.
- Do NOT use a straw when consuming fluids.
- If you have any questions please contact us by phone 588-6650.
- Forðastu áreynslu, ekki rembast eða lyfta þungu fyrstu 2-3 vikurnar eða lengur eftir fyrirmælum læknis.
- Ekki stunda æfingar eða íþróttir meðan þú ert enn með teygjurnar.
- Hafðu samráð við okkur hvenær þú mátt hefja vinnu/skóla á ný.
Ráðleggingar um fæðuval
Í sumum tilvikum er þörf á að bæta næringardrykkjum við mataræðið.
Apótekin eru með flott úrval drykkja og einstaklingsráðgjöf.
- Hafragrautur með mjólk
- Súrmjólk
- Ávaxtamauk
- Mixaður eða stappaður fiskur
- Sósa
- Kartöflumús
- Grænmetismauk eða mixað grænmeti
- Grænmetissúpa
Hrísgrjónagrautur
Ávaxtamauk
Mixað kjöt
Sósa
Kartöflumús
Grænmetismauk eða mixað grænmeti
Hrísgrjónavellingur með kanilsykri